Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki 28. mars 2006 15:29 Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra og að engar skuldir séu teknar yfir við kaupin. Kaupin á Sindan opna leið Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Með kaupunum fær Actavis aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum, sem er grunnur að frekari vexti. Sindan var stofnað 1991 og starfa um 220 manns hjá því. Félagið sem er með höfuðstöðvar í Búkarest í Rúmeníu, er leiðandi í þróun og framleiðslu samheita-krabbameinslyfja í Evrópu og stærsti birgi rúmenskra sjúkrahúsa. Sindan þróar, framleiðir og dreifir miklu úrvali krabbameinslyfja, í formi taflna, hylkja og stungulyfja og helstu markaðir félagsins eru Rúmenía, Bretland, Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Að auki hefur Sindan haft leiðandi stöðu á mörkuðum í Mið- og Austur-Evrópu en lyf félagsins eru auk þess seld í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rússlandi. Tekjur Sindan nær tvöfölduðust á tímabilinu 2002-2005, sem samsvarar um 26 prósenta árlegum vexti. Samkvæmt óendurskoðuðum reikningum félagsins fyrir árið 2005, námu tekjur þess um 68 milljónum evra (5,9 milljarðar króna) og EBITDA var um 16,6 miljónir evra (1,5 milljarðar króna), að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent