Nýju tabúin, sögulegur doðrantur, Ísrael og Yoko 8. mars 2006 00:15 Við lifum sannarlega á nýstárlegum tímum. Klám, ofbeldi og ljótt orðbragð flæðir inn í á heimili - það er allt í lagi að niðurlægja fólk í sjónvarpinu, alls kyns hórerí er viðtekið skemmtiefni. En menn skyldu gæta orða sinna. Ken Livingstone, borgarstjóri í London, er settur í fjögurra vikna straff vegna þess að hann líkti blaðamanni við vörð í útrýmingarbúðum nasista. Það er búið að loka sagnfræðinginn David Irving inni í fangelsi í Austurríki vegna helfararafneitunar. Sir Iqbal Sacranie, einn leiðtogi múslima í Bretlandi, á yfir höfði sér málsókn vegna þess að hann sagði að samkynhneigð væri óásættanleg. Danskir skopmyndateiknarar eru í felum vegna mynda sem þeir teiknuðu af Múhammeð - það sætir furðu hversu fáir eru tilbúnir að tala máli þeirra. Kristilegir hópar undirbúa mótmæli gegn bíblíutúlkunum sem koma fram í Da Vinci skjalinu - fárið hefst þegar kvikmynd með sama nafni verður frumsýnd. Það er meira. Ritstjórar DV eru kallaðir til yfirheyrslu sökum birtingar á dönsku skopmyndunum. Einnig búið að kæra Gunnari Þorsteinsson í Krossinum til lögreglu vegna einhvers sem hann sagði um samkynhneigða. Gott og vel. Þetta er í anda félagslegrar rétthugsunar sem er fylgifiskur ákveðinnar hugarfarsbreytingar. En um leið verða til mörg tabú: Núorðið þykir til dæmis nánast saknæmt að segja að börn hafi best af því að alast upp hjá föður sínum og móður. --- --- --- Ég hef verið að lesa skrítinn bandarískan rithöfund sem heitir William T. Volmann. Ég veit ekki hvað hann er góður höfundur - en þetta er samt einhvers konar séní. Grafóman heitir það kannski, hann er á aldur við mig, en hefur skrifað ógurlegan fjölda bóka. Það er jafnvel sagt að afköstin standi honum fyrir þrifum þegar vinsældir eru annars vegar. Nýlega fékk hann þó National Book Award fyrir Europe Central, mikinn doðrant, fullan af lærdómi um nasista, kommúnista og sögu Evrópu á 20. öldinni. Aðallega fjallar bókin um menn sem voru á eilítið á skjön við kerfið, voru í móralskri klemmu en tókst stundum að sýna vott af hetjulund á vondum tímum - þar má nefna tónskáldið Shostakovits; Paulus, hershöfðingjann þýska í Stalíngrad; Kurt Gerstein, SS-mann sem safnaði miklum upplýsingum um gyðingamorð um leið og hann starfaði í miðju útrýmingarkerfinu; Vlasov, sovéska herforingjann sem var handtekinn af Þjóðverjum og stofnaði her fyrir Hitlers; austur-þýska saksóknarann Hilde Benjamin, Rote-Hilde, sem var mágkona Walters Benjamin - jæja, Hilde var líklega ekki hetja, en Vlasov gæti hafa verið það á sinn hátt. Bókin er líklega þriðjungi of löng, full af sögulegum fróðleik, ævisögum, skáldskap og mælsku, en það bjargar henni að alvöru heimildavinna liggur að baki, hvað hún er skrifuð af miklum krafti og að Vollmann setur fram merkilegar móralskar spurningar um andlegt frelsi, mannlega reisn og skyldurækni. --- --- --- Stundum er nóg að lesa utan á bækur. Ég keypti mér bók um daginn, leist vel á hana, en svo reyndist hún vera illa skrifuð, höfundurinn óáhugaverður. Bókin heitir How Israel Lost - höfundurinn Richard Ben Kramer var fréttamaður í Miðausturlöndum um árabil - það var út af þessari litlu málsgrein aftan á kápunni að ég keypti hana: "Ef ég þarf að draga saman það sem ég hélt að ég vissi fyrir tuttugu árum, eftir að hafa verið sjö ár í nánum tengslum við Ísrael - þá hefði ég kallað það "huggulegt sósíalískt ríki með eitt vandamál". En nú myndi ég segja að þetta eina vandamál hafi étið allt landið." Stundum þarf ekki að nota fleiri orð. Þetta er eiginlega kjarni málsins. Minnir svolítið á það sem Ben Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, á að hafa sagt þegar hann flaug í þyrlu yfir herteknu svæðin með Moshe Dyan eftir stríðið 1967. Þá á hann að hafa gripið í hönd Dyans og sagt - við verðum að skila þessu strax aftur, annars verður enginn friður. --- --- --- Íslendingar geta verið ótrúlegir fúlistar. Yoko Ono, heimsfræg listakona (jú og ekkja), vill gefa hingað verk og allir bregðast við eins og þetta sé einhvers konar móðgun. Sumir að því er virðist vegna þess að hún eyðilagði Bítlana. Auðvitað eigum við að þiggja þetta með þökkum - þarf ekkert endilega að vera í Viðey. Eyjan sú er reyndar ofmetinn sögustaður þangað sem aldrei kemur neinn. Hún er til dæmis ekkert merkilegri en göturnar í Kvosinn í Reykjavík sem fólk gengur á hverjum degi. Í raun fáránlegt að ekki skuli fyrir löngu hafa verið byggð íbúðarhús í eyjunni. En þessi viðbrögð, ja þau eru bara eitthvað svo döööhh - gömul og fúl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Við lifum sannarlega á nýstárlegum tímum. Klám, ofbeldi og ljótt orðbragð flæðir inn í á heimili - það er allt í lagi að niðurlægja fólk í sjónvarpinu, alls kyns hórerí er viðtekið skemmtiefni. En menn skyldu gæta orða sinna. Ken Livingstone, borgarstjóri í London, er settur í fjögurra vikna straff vegna þess að hann líkti blaðamanni við vörð í útrýmingarbúðum nasista. Það er búið að loka sagnfræðinginn David Irving inni í fangelsi í Austurríki vegna helfararafneitunar. Sir Iqbal Sacranie, einn leiðtogi múslima í Bretlandi, á yfir höfði sér málsókn vegna þess að hann sagði að samkynhneigð væri óásættanleg. Danskir skopmyndateiknarar eru í felum vegna mynda sem þeir teiknuðu af Múhammeð - það sætir furðu hversu fáir eru tilbúnir að tala máli þeirra. Kristilegir hópar undirbúa mótmæli gegn bíblíutúlkunum sem koma fram í Da Vinci skjalinu - fárið hefst þegar kvikmynd með sama nafni verður frumsýnd. Það er meira. Ritstjórar DV eru kallaðir til yfirheyrslu sökum birtingar á dönsku skopmyndunum. Einnig búið að kæra Gunnari Þorsteinsson í Krossinum til lögreglu vegna einhvers sem hann sagði um samkynhneigða. Gott og vel. Þetta er í anda félagslegrar rétthugsunar sem er fylgifiskur ákveðinnar hugarfarsbreytingar. En um leið verða til mörg tabú: Núorðið þykir til dæmis nánast saknæmt að segja að börn hafi best af því að alast upp hjá föður sínum og móður. --- --- --- Ég hef verið að lesa skrítinn bandarískan rithöfund sem heitir William T. Volmann. Ég veit ekki hvað hann er góður höfundur - en þetta er samt einhvers konar séní. Grafóman heitir það kannski, hann er á aldur við mig, en hefur skrifað ógurlegan fjölda bóka. Það er jafnvel sagt að afköstin standi honum fyrir þrifum þegar vinsældir eru annars vegar. Nýlega fékk hann þó National Book Award fyrir Europe Central, mikinn doðrant, fullan af lærdómi um nasista, kommúnista og sögu Evrópu á 20. öldinni. Aðallega fjallar bókin um menn sem voru á eilítið á skjön við kerfið, voru í móralskri klemmu en tókst stundum að sýna vott af hetjulund á vondum tímum - þar má nefna tónskáldið Shostakovits; Paulus, hershöfðingjann þýska í Stalíngrad; Kurt Gerstein, SS-mann sem safnaði miklum upplýsingum um gyðingamorð um leið og hann starfaði í miðju útrýmingarkerfinu; Vlasov, sovéska herforingjann sem var handtekinn af Þjóðverjum og stofnaði her fyrir Hitlers; austur-þýska saksóknarann Hilde Benjamin, Rote-Hilde, sem var mágkona Walters Benjamin - jæja, Hilde var líklega ekki hetja, en Vlasov gæti hafa verið það á sinn hátt. Bókin er líklega þriðjungi of löng, full af sögulegum fróðleik, ævisögum, skáldskap og mælsku, en það bjargar henni að alvöru heimildavinna liggur að baki, hvað hún er skrifuð af miklum krafti og að Vollmann setur fram merkilegar móralskar spurningar um andlegt frelsi, mannlega reisn og skyldurækni. --- --- --- Stundum er nóg að lesa utan á bækur. Ég keypti mér bók um daginn, leist vel á hana, en svo reyndist hún vera illa skrifuð, höfundurinn óáhugaverður. Bókin heitir How Israel Lost - höfundurinn Richard Ben Kramer var fréttamaður í Miðausturlöndum um árabil - það var út af þessari litlu málsgrein aftan á kápunni að ég keypti hana: "Ef ég þarf að draga saman það sem ég hélt að ég vissi fyrir tuttugu árum, eftir að hafa verið sjö ár í nánum tengslum við Ísrael - þá hefði ég kallað það "huggulegt sósíalískt ríki með eitt vandamál". En nú myndi ég segja að þetta eina vandamál hafi étið allt landið." Stundum þarf ekki að nota fleiri orð. Þetta er eiginlega kjarni málsins. Minnir svolítið á það sem Ben Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, á að hafa sagt þegar hann flaug í þyrlu yfir herteknu svæðin með Moshe Dyan eftir stríðið 1967. Þá á hann að hafa gripið í hönd Dyans og sagt - við verðum að skila þessu strax aftur, annars verður enginn friður. --- --- --- Íslendingar geta verið ótrúlegir fúlistar. Yoko Ono, heimsfræg listakona (jú og ekkja), vill gefa hingað verk og allir bregðast við eins og þetta sé einhvers konar móðgun. Sumir að því er virðist vegna þess að hún eyðilagði Bítlana. Auðvitað eigum við að þiggja þetta með þökkum - þarf ekkert endilega að vera í Viðey. Eyjan sú er reyndar ofmetinn sögustaður þangað sem aldrei kemur neinn. Hún er til dæmis ekkert merkilegri en göturnar í Kvosinn í Reykjavík sem fólk gengur á hverjum degi. Í raun fáránlegt að ekki skuli fyrir löngu hafa verið byggð íbúðarhús í eyjunni. En þessi viðbrögð, ja þau eru bara eitthvað svo döööhh - gömul og fúl.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun