Detroit valtaði yfir Atlanta 19. janúar 2006 14:29 Chauncey Billups fór fyrir liði sínu í nótt eins og svo oft áður NordicPhotos/GettyImages Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sjá meira
Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sjá meira