Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd 17. janúar 2006 14:45 Deila Kobe Bryant og Shaquille O´Neal virðist á enda NordicPhotos/GettyImages Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira