Þjóðaríkon Egill Helgason skrifar 9. janúar 2006 22:05 Á Englandi hafa yfirvöld menningarmála sett upp sérstakan vef til að velja það sem er kallað þjóðaríkon. Þarna eru tilnefnd fyrirbæri eins og Lísa í Undralandi, tebolli, portrett Holbeins af Hinriki VIII, Spitfire-flugvélin, Stonehenge, Routemaster-strætóinn, bikarkeppnin í fótbolta og kvæðið Jerúsalem eftir Blake. Til að gæta að pólitískum rétttrúnaði er haft með skipið S.S. Windrush sem fyrstu innflytjendurnir frá Vestur-Indíum komu á til Englands eftir stríðið. Englendingar eru afskaplega sjálfhverf þjóð - sífellt að rita bækur og greinar um hvernig þeir séu nú eiginlega sjálfir. Margt af því er fullt af bölsýni; til dæmis þeirri trú sem er ekki alveg út í hött að Englendingar hafi breyst úr kurteisri þjóð, háttprúðri og hófstilltri, yfir í samansafn gráðugra og tilfinningasamra rudda á fáum áratugum. Íkon sem ekki eru nefnd í könnuninni eru fótboltabullan og Díana prinsessa, tvö tákn um hnignun Englands. Einhvern tímann hefði enski lögregluþjónninn, bobbyinn, kannski verið með í svona könnun, en löggan á Englandi hefur löngu misst ljómann. --- --- --- Oft vekur líka kátínu þegar Englendingar eru að skilgreina sjálfa sig. Þannig er John Major ennþá núið því um nasir þegar hann var að mæra þjóð sína og sagði að England væri volgur bjór og gamlar piparjónkur að hjóla á kirkjubasara. Major vildi á þeim tíma hverfa aftur til upprunans, Back to Basics var slagorð sem hann reyndi að nota en uppskar ekki nema almennan hlátur. --- --- --- Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að pæla í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi. Kannski frekar upphækkaðir jeppar, hlægilega vel gallaður laxveiðimaður, drukkinn unglingur, Bónusgrísinn, Davíð Oddsson, vinnuskúr uppi á fjalli? --- --- --- Í annarri könnun sem ég sá var verið að velja ljótustu byggingar á Bretlandi. Þarna er margur nútímahryllingurinn og greinilegt að almenningur mun aldrei sætta sig við hermdarverk módernista í borgum á árunum eftir stríð. En þetta er forvitnilegt. Maður spyr hvaða byggingar yrðu fyrir valinu ef svona könnun færi fram á Íslandi? Smáralind? Strætóskýlið á Lækjartorgi? Bílastæðahúsið á Hverfisgötu? Kringlan? Hamraborg? Það er örugglega af nógu að taka. Einhverjar uppástungur? Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Á Englandi hafa yfirvöld menningarmála sett upp sérstakan vef til að velja það sem er kallað þjóðaríkon. Þarna eru tilnefnd fyrirbæri eins og Lísa í Undralandi, tebolli, portrett Holbeins af Hinriki VIII, Spitfire-flugvélin, Stonehenge, Routemaster-strætóinn, bikarkeppnin í fótbolta og kvæðið Jerúsalem eftir Blake. Til að gæta að pólitískum rétttrúnaði er haft með skipið S.S. Windrush sem fyrstu innflytjendurnir frá Vestur-Indíum komu á til Englands eftir stríðið. Englendingar eru afskaplega sjálfhverf þjóð - sífellt að rita bækur og greinar um hvernig þeir séu nú eiginlega sjálfir. Margt af því er fullt af bölsýni; til dæmis þeirri trú sem er ekki alveg út í hött að Englendingar hafi breyst úr kurteisri þjóð, háttprúðri og hófstilltri, yfir í samansafn gráðugra og tilfinningasamra rudda á fáum áratugum. Íkon sem ekki eru nefnd í könnuninni eru fótboltabullan og Díana prinsessa, tvö tákn um hnignun Englands. Einhvern tímann hefði enski lögregluþjónninn, bobbyinn, kannski verið með í svona könnun, en löggan á Englandi hefur löngu misst ljómann. --- --- --- Oft vekur líka kátínu þegar Englendingar eru að skilgreina sjálfa sig. Þannig er John Major ennþá núið því um nasir þegar hann var að mæra þjóð sína og sagði að England væri volgur bjór og gamlar piparjónkur að hjóla á kirkjubasara. Major vildi á þeim tíma hverfa aftur til upprunans, Back to Basics var slagorð sem hann reyndi að nota en uppskar ekki nema almennan hlátur. --- --- --- Íslendingar eru líka eyþjóð sem er sífellt að pæla í sjálfri sér. Hver eru okkar þjóðaríkon? Grettir sterki, hákarl, glíma, álfar, lóan? Ætli við myndum ekki reyna að telja túristum trú um það. En þetta virkar ekkert voða sannfærandi. Kannski frekar upphækkaðir jeppar, hlægilega vel gallaður laxveiðimaður, drukkinn unglingur, Bónusgrísinn, Davíð Oddsson, vinnuskúr uppi á fjalli? --- --- --- Í annarri könnun sem ég sá var verið að velja ljótustu byggingar á Bretlandi. Þarna er margur nútímahryllingurinn og greinilegt að almenningur mun aldrei sætta sig við hermdarverk módernista í borgum á árunum eftir stríð. En þetta er forvitnilegt. Maður spyr hvaða byggingar yrðu fyrir valinu ef svona könnun færi fram á Íslandi? Smáralind? Strætóskýlið á Lækjartorgi? Bílastæðahúsið á Hverfisgötu? Kringlan? Hamraborg? Það er örugglega af nógu að taka. Einhverjar uppástungur?
Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira