Stökkpallurinn sem hrundi 28. desember 2006 06:30 Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma. Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent