Stefnufesta í úfnum sjó 28. desember 2006 06:15 Sigurjón Þ. Árnason, Bankastjóri Landsbankans Sigurjón segir árið 2006 árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki” en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. MYND/GVA Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent