Nintendo með forskot á PS3 6. desember 2006 00:01 Einn af fyrstu bandarísku leikjatölvuunnendunum er hann eignaðist Wii-leikjatólvu frá Nintendo. MYND/AFP Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn. Þetta er um þrefalt meira en Sony seldi vestanhafs af PlayStation 3 leikjatölvunni á sama tíma. Wii leikjatölvan frá Nintendo kostar um 250 dali eða rúmar 17.000 krónur í Bandaríkjunum, sem er um helmingi lægra verð en unnendur leikjatölva þurfa að reiða fram fyrir nýju tölvuna frá Sony. Mikil eftirspurn mun vera eftir leikjatölvum fyrirtækisins fyrir jólin og ætlar fyrirtækið að senda fjórar milljónir leikjatölva frá Japan og vestur um haf fyrir lok árs samanborið við eina milljón leikjatölva, sem Sony ætlar að selja í vesturheimi. Leikjavísir Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn. Þetta er um þrefalt meira en Sony seldi vestanhafs af PlayStation 3 leikjatölvunni á sama tíma. Wii leikjatölvan frá Nintendo kostar um 250 dali eða rúmar 17.000 krónur í Bandaríkjunum, sem er um helmingi lægra verð en unnendur leikjatölva þurfa að reiða fram fyrir nýju tölvuna frá Sony. Mikil eftirspurn mun vera eftir leikjatölvum fyrirtækisins fyrir jólin og ætlar fyrirtækið að senda fjórar milljónir leikjatölva frá Japan og vestur um haf fyrir lok árs samanborið við eina milljón leikjatölva, sem Sony ætlar að selja í vesturheimi.
Leikjavísir Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið