Enn deila íbúar Kanada um Quebec 24. nóvember 2006 05:30 Ákaft var klappað fyrir Stephen Harper forsætisráðherra þegar hann ræddi um Quebec á þingi. MYND/AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum. Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum.
Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira