Spá því að miðjubaráttan ráði úrslitum 22. október 2006 12:30 paul scholes Mun leika sinn fimmhundruðasta leik fyrir United í dag. MYND/nordicphotos/getty images „Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal. Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
„Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal.
Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira