Önnuðu ekki eftirspurn 18. október 2006 08:00 Signý Pálsdóttir Skrifstofustjóri menningarmála á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Hlé hefur verið gert á listaverkalánum sökum mikillar eftirspurnar. Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu. Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Þetta er afrakstur samstarfs sem hófst árið 2004 með Reykjavíkurborg, Kaupþingi, helstu galleríum borgarinnar og listamönnum í þeim tilgangi að virkja áhuga fólks á listaverkum eftir samtímalistamenn. Var myndlistarunnendum gert kleift að kaupa myndverk frá galleríum með vaxtalausum lánum sem áttu að standa almenningi til boða í þrjú ár. Þau skilyrði voru sett að einungis mátti kaupa eftir lifandi listamenn, verkin máttu ekki vera eldri en sextíu ára við kaup og um frumsölu þurfti að vera að ræða. Kaupþing og menningarmálanefnd niðurgreiddu vexti með föstu framlagi í sjóð sem var í vörslu KB banka. Á móti veittu gallerí og myndlistarmenn afslátt af þóknun sinni í sama skyni. KB banki og menningarmálanefnd skuldbundu sig til að leggja fram eina milljón króna á ári hvor í þrjú ár. Samkvæmt samningnum áttu hin vaxtalausu lán að standa almenningi til boða eins lengi og sjóðurinn sem greiddi afföllin af lánunum hefði bolmagn til. Svo mikil eftirspurn var eftir lánunum að sjóðurinn varð uppurinn í sumarbyrjun og því hefur verið skrúfað fyrir lánin að svo stöddu. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, segir að þurrkurinn muni þó vonandi ekki vara lengi. "Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu en nýtt menningar- og ferðamálaráð hefur fullan hug á að halda verkefninu áfram. Það leikur enginn vafi á því að framtakið hefur haft góð og jákvæð áhrif á listamenn, gallerí og listunnendur." Kaupþing banki mun ekki taka þátt í samstarfinu áfram, þótt þar á bæ séu menn á sama máli um að vel hafi tekist til. "Þegar við fórum af stað með þetta höfðu áföll dunið á listaverkageiranum og þörf var á að koma sölunni aftur í gang. Nú er markaðurinn í góðum gír, hjól efnahagslífsins á fullum snúningi og því við teljum að ekki sé lengur þörf á þessari aðstoð," segir Friðrik S. Halldórsson hjá Viðskiptabankasviði KB banka. "Seðlabankinn gefur þau skilaboð um að við eigum ekki að vera að lána peninga og við þurfum að bregðast við því." Fréttir Innlent Úttekt Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Þetta er afrakstur samstarfs sem hófst árið 2004 með Reykjavíkurborg, Kaupþingi, helstu galleríum borgarinnar og listamönnum í þeim tilgangi að virkja áhuga fólks á listaverkum eftir samtímalistamenn. Var myndlistarunnendum gert kleift að kaupa myndverk frá galleríum með vaxtalausum lánum sem áttu að standa almenningi til boða í þrjú ár. Þau skilyrði voru sett að einungis mátti kaupa eftir lifandi listamenn, verkin máttu ekki vera eldri en sextíu ára við kaup og um frumsölu þurfti að vera að ræða. Kaupþing og menningarmálanefnd niðurgreiddu vexti með föstu framlagi í sjóð sem var í vörslu KB banka. Á móti veittu gallerí og myndlistarmenn afslátt af þóknun sinni í sama skyni. KB banki og menningarmálanefnd skuldbundu sig til að leggja fram eina milljón króna á ári hvor í þrjú ár. Samkvæmt samningnum áttu hin vaxtalausu lán að standa almenningi til boða eins lengi og sjóðurinn sem greiddi afföllin af lánunum hefði bolmagn til. Svo mikil eftirspurn var eftir lánunum að sjóðurinn varð uppurinn í sumarbyrjun og því hefur verið skrúfað fyrir lánin að svo stöddu. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, segir að þurrkurinn muni þó vonandi ekki vara lengi. "Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu en nýtt menningar- og ferðamálaráð hefur fullan hug á að halda verkefninu áfram. Það leikur enginn vafi á því að framtakið hefur haft góð og jákvæð áhrif á listamenn, gallerí og listunnendur." Kaupþing banki mun ekki taka þátt í samstarfinu áfram, þótt þar á bæ séu menn á sama máli um að vel hafi tekist til. "Þegar við fórum af stað með þetta höfðu áföll dunið á listaverkageiranum og þörf var á að koma sölunni aftur í gang. Nú er markaðurinn í góðum gír, hjól efnahagslífsins á fullum snúningi og því við teljum að ekki sé lengur þörf á þessari aðstoð," segir Friðrik S. Halldórsson hjá Viðskiptabankasviði KB banka. "Seðlabankinn gefur þau skilaboð um að við eigum ekki að vera að lána peninga og við þurfum að bregðast við því."
Fréttir Innlent Úttekt Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira