Skörp hækkun í FL Group 21. september 2006 09:05 Fjárfestar vænta að Icelandair verði skráð á markað. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað yfir fjörutíu prósent á einum mánuði. Mynd/Teitur Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma. Á sama tíma hafa fáar fréttir borist frá félaginu nema þær er snúa að kaupum tveggja stærstu hluthafanna, Oddaflugs, félags í eigu forstjórans Hannesar Smárasonar, og Baugs Group. Baugur keypti fyrir hálfan milljarð króna en Hannes fyrir 2,7 milljarða króna. Ætla má að óinnleystur hagnaður Oddaflugs af þessum kaupi nemi ekki undir þrjú hundruð milljónum króna. Gengi FL Group er sérlega næmt fyrir verðþróun á markaði og þannig lækkaði það mest allra félaga þegar Úrvalsvísitalan tók dýfu fyrr árinu. ríðarlegur viðsnúningur á innlendum fjármálamarkaði að undanförnu veldur mikilli hækkun á stærstu eignarhlutum FL á innlendum markaði en verðmæti hlutabréfa félagsins í Glitni og Straumi-Burðarási hefur hækkað um tugmilljarða. Gengisþróun síðustu daga bendir líka til þess að fjárfestar búist við skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands innan skamms, eftir vel heppnuð hlutafjárútboð hjá Existu og Marel, en hætt var við skráningu Icelandair á vordögum þegar markaðurinn var að falla. Í bókum FL er eignarhlutur í Icelandair metinn á 8,2 milljarða króna en ekki þykir óvarlegt að meta markaðsvirði félagsins á 25 milljarða króna. „Erlendir fjölmiðlar hafa haft eftir Hannesi að óinnleystur söluhagnaður af sölu Icelandair gæti numið í kringum 18 ma.kr. en í íslenskum fjölmiðlum er haft eftir honum að söluhagnaðurinn sé umtalsvert meiri,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Þá hefur Almar Örn Hilmarsson, forstjóri norrænna lággjaldaflugfélagsins Sterling, sem er annað rekstrarfélag í eigu FL, greint frá því stefnt sé að hagnaði Sterling á árinu eftir mikinn hallarekstur á liðnum árum. Fréttir af kaupum OMX á Kauphöllinni virðast hafa haft jákvæð áhrif á verð í hlutabréfum stærstu félaganna. Talið er víst að stærstu íslensku félögin fái aukna athygli erlendra fjárfesta í kjölfarið. FL Group er varla undantekning í þeim efnum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira