LSR í 170. sæti í Evrópu 20. september 2006 00:01 Ríkisstarfsmenn við störf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var í 170. sæti á lista IPE yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu á síðasta ári. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að síðustu ár hafi verið góð og útlitið er gott fyrir þetta ár. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira