Sitja eftir í séreigninni 6. september 2006 00:01 Sjóðsfélagar í séreignardeildum eru aðeins þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeilda Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða bendir á að mikil samkeppni sé við aðra vörsluaðila um séreignarsparnað. Fréttablaðið/Hari Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls. Viðskipti Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls.
Viðskipti Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira