Danir veðja á sterkari krónu og mjúka lendingu 6. september 2006 00:01 íslenskar krónur Dönum gefst nú kostur á að fjárfesta í íslenskum krónusjóðum. Ávöxtunin veltur á því hvort lending íslensks efnahagslífs verði á endanum mjúk, segir í auglýsingu. MYND/GVA Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist. Viðskipti Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist.
Viðskipti Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira