Skotinn til bana af samherjum 5. september 2006 07:00 Kanadískir hermenn í AFganistan Hermennirnir voru býsna niðurlútir í gær eftir að fréttir bárust af því að félagi þeirra hefði fallið fyrir skotum úr vinveittri flugvél. MYND/AP Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak. Erlent Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak.
Erlent Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira