Gíslar lausir á Gaza 28. ágúst 2006 07:30 Frelsinu fegnir Anita McNaught, í miðju, eiginkona Fox-myndatökumannsins Olafs Wiig, talar á blaðamannafundi á hóteli í Gaza-borg í gær með eiginmanninn sér á vinstri hönd en hinn gíslinn, Steve Centanni, á þá hægri. MYND/AP Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira