Glíma um fé til EFTA 23. ágúst 2006 07:00 Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust. Erlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust.
Erlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira