Upplausn ríkir víða í Mexíkó 23. ágúst 2006 07:30 Kennari í kjarabaráttu Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. MYND/AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu.
Erlent Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira