Ítalir vilja leiða friðargæslu 22. ágúst 2006 07:00 Ehud Olmert Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. MYND/AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. Erlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóðafriðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líbanon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðargæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðaraðstoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah-hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðargæsluliðar færu til Líbanons samkvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýnisröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líbanon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hizbollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski herinn var dreginn til baka frá Líbanon árið 2002. Nokkur hundruð varaliðsmanna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríðinu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjákvæmileg. Einnig hefur þórðargleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigursins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess.
Erlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira