Tekjur Actavis jukust um tæp 200 prósent milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. ágúst 2006 06:00 Róbert Wessman forstjóri Actavis Actavis sendi króatíska samkeppniseftirlitinu á síðustu stundu beiðni um að fá að leggja fram yfirtökutilboð í PLIVA. Frestur til að gera það rann út á þriðjudagskvöld, en sama dag var póstlögð beiðni með aðstoð lögfræðistofu í Zagreb í Króatíu. Fréttablaðið/Heiða Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. Árangur Actavis samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í gær er umfram væntingar stjórnenda fyrirtækisins. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust og námu 364,1 milljón evra, en voru á sama tímabili í fyrra 121,9 milljónir evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Hagnaður fyrir skatta nemur 40,9 milljónum evra og hreinn hagnaður nemur 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hreinn hagnaður 10,5 milljónir evra, eða um 950 milljónir króna samkvæmt gengi gærdagsins og hefur nærri þrefaldast. Framlegðarhlutfallið (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi er 21,8 prósent. Actavis hefur keypt mörg fyrirtæki síðan á öðrum ársfjórðungi 2005, þar á meðal Amide Pharmaceuticals í Bandaríkjunum, Keri Pharma í Tékklandi, dreifingarfyrirtækið Higia í Búlgaríu, samheitalyfjasvið Alpharma og rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem nú er að fullu komið inn í reikninga samstæðunnar. „Við erum gífurlega ánægð með niðurstöðuna og erum við að ná góðum árangri á flestum okkar lykilmörkuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og bætir við að árangur félagsins sé bæði yfir væntingum stjórnenda félagsins og markaðarins líka. „Ég sé ekki betur en við séum um tíu prósentum yfir spám í EBITDA og sennilega rétt um eða yfir væntingum í nettóhagnaði,“ segir hann og kveður ástæðu þess að félagið sé hlutfallslega hærra yfir framlegðarspám vera að inni í tölunum sé gengistap upp á þrjár milljónir evra. „Og svo erum við með hærra skatthlutfall á öðrum ársfjórðungi út af því að Ameríka kemur sterkari inn.“ Í viðlíka vexti og verið hefur segir Róbert tæplega hægt að bera félagið saman milli ára. ¿Það hefur náttúrlega vaxið alveg gríðarlega öll þessi ár síðan 1999,¿ bætir hann við og gerir ráð fyrir miklum vexti áfram. Á síðari helmingi ársins 2006 væntir Actavis þess að tekjur félagsins verði um 685 milljónir evra og að framlegðarhlutfall (EBITDA) verði um 20 prósent. Í heild er reiknað með að á árinu verði heildartekjur félagsins um 1,39 milljarðar evra og framlegðarhlutfallið um 20,5 prósent. Reiknað er með góðum vexti bæði í Norður-Ameríku og í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu á árinu, auk þess sem áfram á að efla innri vöxt með markaðssetningu nýrra lyfja og sókn inn á nýja markaði. Á ársfjórðungnum markaðssetti félagið 107 ný samheitalyf á helstu markaði. Þessa dagana vinnur Actavis svo að fjandsamlegri yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA og keppir þar við ameríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals. Actavis hefur lagt fram beiðni til HANFA, fjármálaeftirlits Króatíu, um samþykki fyrir birtingu yfirtökutilboðs í allt hlutafé PLIVA og hefur fjármálaeftirlitið nú hálfan mánuð til að taka afstöðu til beiðninnar. Í gær var samþykkt sambærileg beiðni frá Barr. Með samruna PLIVA við hvort heldur sem er Actavis eða Barr yrði til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. Árangur Actavis samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í gær er umfram væntingar stjórnenda fyrirtækisins. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust og námu 364,1 milljón evra, en voru á sama tímabili í fyrra 121,9 milljónir evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Hagnaður fyrir skatta nemur 40,9 milljónum evra og hreinn hagnaður nemur 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra var hreinn hagnaður 10,5 milljónir evra, eða um 950 milljónir króna samkvæmt gengi gærdagsins og hefur nærri þrefaldast. Framlegðarhlutfallið (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi er 21,8 prósent. Actavis hefur keypt mörg fyrirtæki síðan á öðrum ársfjórðungi 2005, þar á meðal Amide Pharmaceuticals í Bandaríkjunum, Keri Pharma í Tékklandi, dreifingarfyrirtækið Higia í Búlgaríu, samheitalyfjasvið Alpharma og rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem nú er að fullu komið inn í reikninga samstæðunnar. „Við erum gífurlega ánægð með niðurstöðuna og erum við að ná góðum árangri á flestum okkar lykilmörkuðum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og bætir við að árangur félagsins sé bæði yfir væntingum stjórnenda félagsins og markaðarins líka. „Ég sé ekki betur en við séum um tíu prósentum yfir spám í EBITDA og sennilega rétt um eða yfir væntingum í nettóhagnaði,“ segir hann og kveður ástæðu þess að félagið sé hlutfallslega hærra yfir framlegðarspám vera að inni í tölunum sé gengistap upp á þrjár milljónir evra. „Og svo erum við með hærra skatthlutfall á öðrum ársfjórðungi út af því að Ameríka kemur sterkari inn.“ Í viðlíka vexti og verið hefur segir Róbert tæplega hægt að bera félagið saman milli ára. ¿Það hefur náttúrlega vaxið alveg gríðarlega öll þessi ár síðan 1999,¿ bætir hann við og gerir ráð fyrir miklum vexti áfram. Á síðari helmingi ársins 2006 væntir Actavis þess að tekjur félagsins verði um 685 milljónir evra og að framlegðarhlutfall (EBITDA) verði um 20 prósent. Í heild er reiknað með að á árinu verði heildartekjur félagsins um 1,39 milljarðar evra og framlegðarhlutfallið um 20,5 prósent. Reiknað er með góðum vexti bæði í Norður-Ameríku og í Mið- og Austur-Evrópu og Asíu á árinu, auk þess sem áfram á að efla innri vöxt með markaðssetningu nýrra lyfja og sókn inn á nýja markaði. Á ársfjórðungnum markaðssetti félagið 107 ný samheitalyf á helstu markaði. Þessa dagana vinnur Actavis svo að fjandsamlegri yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA og keppir þar við ameríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals. Actavis hefur lagt fram beiðni til HANFA, fjármálaeftirlits Króatíu, um samþykki fyrir birtingu yfirtökutilboðs í allt hlutafé PLIVA og hefur fjármálaeftirlitið nú hálfan mánuð til að taka afstöðu til beiðninnar. Í gær var samþykkt sambærileg beiðni frá Barr. Með samruna PLIVA við hvort heldur sem er Actavis eða Barr yrði til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira