Erfið staða Skagamanna 11. ágúst 2006 10:00 Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins. Íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins.
Íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira