Ísraelar áforma stóraukinn landhernað 10. ágúst 2006 07:00 Hjálpargögn handlönguð Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborginni Týrus í gær. MYND/AP Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni. Erlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni.
Erlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira