Salan jókst um 38% milli ársfjórðunga 9. ágúst 2006 08:00 kaupin handsöluð í Árósum Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Lars Gruntvig, stjórnarformaður Scanvaegt, gengu frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars. Forstjóri Marel fagnar viðsnúningi í rekstri eftir erfiðar aðstæður sem dregið hafi úr hagnaði síðustu ársfjórðunga. Fyrirtækið birti í gær hálfsársuppgjör þar sem fram kemur að fyrstu sex mánuði ársins hafi sala fyrirtækisins aukist um tæpan fjórðung og um 38 prósent ef bara eru bornir saman annar ársfjórðungur þessa árs og síðasta árs. "Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi gekk vel. Ánægjulegt er að sjá að vöxtur tekna er um 38 prósent samhliða því að rekstarhagnaðinum hefur verið komið í ásættanlegt horf, 9,3 prósent af sölu, eftir slakan árangur í erfiðu rekstarumhverfi síðustu ársfjórðunga þar á undan," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og bætir við að samhliða hefðbundnum rekstri hafi Marel unnið samkvæmt stefnu sem kynnt var á síðasta aðalfundi um aukna áherslu á ytri vöxt. "Samtímis birtingu þessa uppgjörs tilkynnum við um kaup Marels á danska félaginu Scanvaegt. Samþætting á milli Marels, AEW Delford og Carnitech gengur samkvæmt áætlun og framundan er einnig mjög spennandi samþætting við Scanvægt. Seinni hluti þessa árs mun mótast af umfangsmiklum samþættingaraðgerðum og einskiptiskostnaði þeim tengdum en horfur til lengri tíma eru góðar," segir hann, en með vexti ársins er gert ráð fyrir að velta Marels aukist um yfir 100 prósent á árinu. Gengið var frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. Kaupverðið var 109,2 milljónir evra, eða tæplega 9,9 milljarðar íslenskra króna. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Samstæða Marels samanstendur af nítján fyrirtækjum með starfsemi í fimmtán löndum þar sem nú starfa yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum. Sala Marels á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 46,6 milljónum evra, eða 4,3 milljörðum króna, samanborið við 33,9 milljónir evra, eða 2,7 milljarða króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 4,3 milljónir evra, eða um 399 milljónir króna, samanborið við 3,3 milljónir evra, eða 262 milljónir króna í fyrra. Er þetta sagt vera mesti rekstrarhagnaður fyrirtækisins í einum ársfjórðungi til þessa. Í uppgjöri Marels kemur fram að söluhorfur fyrir árið séu áfram taldar góðar og nýjar vörur sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum hafa fengið góðar viðtökur. "Þriðji ársfjórðungur mun þó eins og áður mótast nokkuð af sumarfríum og jafnframt minni afhendingum og tekjufærslu af þeim sökum," benda forsvarsmenn á, en bæta um leið við að gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð að undanförnu. "Leiðrétting íslensku krónunnar lækkar íslenskan kostnað félagsins og eykur rekstrarhagnað þess. Félagið hefur gert framvirka samninga sem tryggja hagstætt gengi krónunar fram í nóvember á næsta ári." Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Forstjóri Marel fagnar viðsnúningi í rekstri eftir erfiðar aðstæður sem dregið hafi úr hagnaði síðustu ársfjórðunga. Fyrirtækið birti í gær hálfsársuppgjör þar sem fram kemur að fyrstu sex mánuði ársins hafi sala fyrirtækisins aukist um tæpan fjórðung og um 38 prósent ef bara eru bornir saman annar ársfjórðungur þessa árs og síðasta árs. "Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi gekk vel. Ánægjulegt er að sjá að vöxtur tekna er um 38 prósent samhliða því að rekstarhagnaðinum hefur verið komið í ásættanlegt horf, 9,3 prósent af sölu, eftir slakan árangur í erfiðu rekstarumhverfi síðustu ársfjórðunga þar á undan," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og bætir við að samhliða hefðbundnum rekstri hafi Marel unnið samkvæmt stefnu sem kynnt var á síðasta aðalfundi um aukna áherslu á ytri vöxt. "Samtímis birtingu þessa uppgjörs tilkynnum við um kaup Marels á danska félaginu Scanvaegt. Samþætting á milli Marels, AEW Delford og Carnitech gengur samkvæmt áætlun og framundan er einnig mjög spennandi samþætting við Scanvægt. Seinni hluti þessa árs mun mótast af umfangsmiklum samþættingaraðgerðum og einskiptiskostnaði þeim tengdum en horfur til lengri tíma eru góðar," segir hann, en með vexti ársins er gert ráð fyrir að velta Marels aukist um yfir 100 prósent á árinu. Gengið var frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. Kaupverðið var 109,2 milljónir evra, eða tæplega 9,9 milljarðar íslenskra króna. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Samstæða Marels samanstendur af nítján fyrirtækjum með starfsemi í fimmtán löndum þar sem nú starfa yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum. Sala Marels á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 46,6 milljónum evra, eða 4,3 milljörðum króna, samanborið við 33,9 milljónir evra, eða 2,7 milljarða króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 4,3 milljónir evra, eða um 399 milljónir króna, samanborið við 3,3 milljónir evra, eða 262 milljónir króna í fyrra. Er þetta sagt vera mesti rekstrarhagnaður fyrirtækisins í einum ársfjórðungi til þessa. Í uppgjöri Marels kemur fram að söluhorfur fyrir árið séu áfram taldar góðar og nýjar vörur sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum hafa fengið góðar viðtökur. "Þriðji ársfjórðungur mun þó eins og áður mótast nokkuð af sumarfríum og jafnframt minni afhendingum og tekjufærslu af þeim sökum," benda forsvarsmenn á, en bæta um leið við að gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð að undanförnu. "Leiðrétting íslensku krónunnar lækkar íslenskan kostnað félagsins og eykur rekstrarhagnað þess. Félagið hefur gert framvirka samninga sem tryggja hagstætt gengi krónunar fram í nóvember á næsta ári."
Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira