Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó 1. ágúst 2006 06:00 Þórarinn sprækur. Óðinn Árnason reynir hér að stöðva Þórarinn Kristjánsson en Þórarinn skoraði fyrsta mark leiksins í gær og var það hans þriðja í sumar. Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira