Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir 29. júlí 2006 08:30 Áframhaldandi árásir Ísraelskur hermaður ber sprengju að skriðdreka áður en sveit hans hélt inn í Líbanon í gær. Á sjöunda hundrað Líbanar hafa farist í átökunum undanfarnar rúmar tvær vikurnar og yfir fimmtíu Ísraelar. MYND/AP Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons. Erlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons.
Erlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira