Jöfnuður og frelsi 12. júlí 2006 00:01 Fá viðfangsefni eru mikilvægari nú um stundir en skólinn. Fjárfesting i menntun skilar ekki aðeins góðum arði heldur er hún forsenda framfara í landinu. Skólamálin munu þannig ráða miklu um samkeppnisstöðu Íslands á komandi árum. Hagsæld þjóðarinnar mun ennfremur ráðast mjög af því á hvern veg menntamálin þróast í bráð og lengd. Á þessu sviði hefur ýmislegt verið í deiglu. Í henni eru að mótast margir áhugverðir hlutir. Nýr metnaður í háskólsamfélaginu er gott dæmi þar um. Að vísu er það svo að á sama tíma gætir einnig einhvers konar útvötnunarhugsunarháttar á því sviði. Hitt skiptir ekki síður máli hvernig framhaldsskólarnir þróast. Þar liggur ekki einasta grundvöllurinn að æðra námi heldur einnig almenn starfsmenntun sem ekki hefur svo lítið að segja. Nú hafa verið settar fram og birtar býsna róttækar hugmyndir um það sem sérstök nefnd menntamálaráðherra kallar nýjan framhaldsskóla. Gildi nýju hugmyndanna er ekki hvað síst í því fólgið að þar er tekið á hlutum sem lengi hafa verið fastir í viðjum vanans. Þó að festa sé mikilvæg í skólastarfi mega viðjarnar ekki verða til þess að hefta framþróun. Aukið sjálfstæði framhaldsskólanna er því æskilegt. Það eykur líkurnar á að unnt verði að mæta fjölbreytilegri markmiðum en áður. Það er kall nýrra tíma. Sú nefnd sem hér á hlut að máli fékk það verkefni í byrjun þessa árs að kanna hvernig auka megi aðsókn að starfsnámi, einfalda skipulag, tryggja fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfinu. Sannarlega ærið verkefni. Eftir aðeins hálft ár liggja fyrir tillögur og hugmyndir sem reyndar taka til alls framhaldsskólakerfisins, brjóta upp hluti og opna nýjar leiðir. Í raun og veru eru hér á ferðinni hugmyndir um nýjan framhaldsskóla. Það er réttnefni. Svo er að sjá sem fersk og frjó hugsun liggi að baki þessari nýju skýrslu. Og framar öðru ber hún vott um röskleg vinnubrögð. Ein af lykil hugmyndum nefndarinnar er að afnema aðgreiningu milli bóknáms og starfsnáms í framhaldsskólunum. Nýr framhaldsskóli verður þannig ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Sameiginlegur kjarni verður nám í íslensku, stærðfræði og ensku. Á þeirri meginstoð verða skólarnir hins vegar æði fjálsir að því að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir og óskir nemenda sem helgast geta af þörfum frekara náms eða kalli atvinnulífsins. Ekki verður annað ráðið af þessum tillögum en að þær gætu leyst þann hnút sem umræðurnar um styttingu framhaldsskólanámsins hafa verið í. Skólarnir sýnast einfaldlega geta farið ólíkar leiðir í þeim efnum. Það er góð hugsun að losa skólana með þessum hætti undan stífri miðstýringu. Ákveðin heildaryfirsýn er vitaskuld nauðsynleg varðandi skipulag framhaldsnáms. Eigi að síður er ljóst að skólarnir eiga að vera þekkingarlega og stjórnunarlega nægilega öflugir til þess að móta námið í ríkara mæli en verið hefur upp á eigin spýtur. Almenn pólitísk umræða um menntastefnu hefur verið af skornum skammti þó að hún sé mikilvægasta viðfangsefni hverrar ríkisstjórnar. Hér er fengið gott efni til umræðna. Mestu máli skiptir þó að þær leiði til rösklegra og skynsamlegra ákvarðana. Það er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Fá viðfangsefni eru mikilvægari nú um stundir en skólinn. Fjárfesting i menntun skilar ekki aðeins góðum arði heldur er hún forsenda framfara í landinu. Skólamálin munu þannig ráða miklu um samkeppnisstöðu Íslands á komandi árum. Hagsæld þjóðarinnar mun ennfremur ráðast mjög af því á hvern veg menntamálin þróast í bráð og lengd. Á þessu sviði hefur ýmislegt verið í deiglu. Í henni eru að mótast margir áhugverðir hlutir. Nýr metnaður í háskólsamfélaginu er gott dæmi þar um. Að vísu er það svo að á sama tíma gætir einnig einhvers konar útvötnunarhugsunarháttar á því sviði. Hitt skiptir ekki síður máli hvernig framhaldsskólarnir þróast. Þar liggur ekki einasta grundvöllurinn að æðra námi heldur einnig almenn starfsmenntun sem ekki hefur svo lítið að segja. Nú hafa verið settar fram og birtar býsna róttækar hugmyndir um það sem sérstök nefnd menntamálaráðherra kallar nýjan framhaldsskóla. Gildi nýju hugmyndanna er ekki hvað síst í því fólgið að þar er tekið á hlutum sem lengi hafa verið fastir í viðjum vanans. Þó að festa sé mikilvæg í skólastarfi mega viðjarnar ekki verða til þess að hefta framþróun. Aukið sjálfstæði framhaldsskólanna er því æskilegt. Það eykur líkurnar á að unnt verði að mæta fjölbreytilegri markmiðum en áður. Það er kall nýrra tíma. Sú nefnd sem hér á hlut að máli fékk það verkefni í byrjun þessa árs að kanna hvernig auka megi aðsókn að starfsnámi, einfalda skipulag, tryggja fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfinu. Sannarlega ærið verkefni. Eftir aðeins hálft ár liggja fyrir tillögur og hugmyndir sem reyndar taka til alls framhaldsskólakerfisins, brjóta upp hluti og opna nýjar leiðir. Í raun og veru eru hér á ferðinni hugmyndir um nýjan framhaldsskóla. Það er réttnefni. Svo er að sjá sem fersk og frjó hugsun liggi að baki þessari nýju skýrslu. Og framar öðru ber hún vott um röskleg vinnubrögð. Ein af lykil hugmyndum nefndarinnar er að afnema aðgreiningu milli bóknáms og starfsnáms í framhaldsskólunum. Nýr framhaldsskóli verður þannig ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Sameiginlegur kjarni verður nám í íslensku, stærðfræði og ensku. Á þeirri meginstoð verða skólarnir hins vegar æði fjálsir að því að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir og óskir nemenda sem helgast geta af þörfum frekara náms eða kalli atvinnulífsins. Ekki verður annað ráðið af þessum tillögum en að þær gætu leyst þann hnút sem umræðurnar um styttingu framhaldsskólanámsins hafa verið í. Skólarnir sýnast einfaldlega geta farið ólíkar leiðir í þeim efnum. Það er góð hugsun að losa skólana með þessum hætti undan stífri miðstýringu. Ákveðin heildaryfirsýn er vitaskuld nauðsynleg varðandi skipulag framhaldsnáms. Eigi að síður er ljóst að skólarnir eiga að vera þekkingarlega og stjórnunarlega nægilega öflugir til þess að móta námið í ríkara mæli en verið hefur upp á eigin spýtur. Almenn pólitísk umræða um menntastefnu hefur verið af skornum skammti þó að hún sé mikilvægasta viðfangsefni hverrar ríkisstjórnar. Hér er fengið gott efni til umræðna. Mestu máli skiptir þó að þær leiði til rösklegra og skynsamlegra ákvarðana. Það er verk að vinna.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun