Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona 11. júlí 2006 07:45 Óvæntur snúningur Þessum þátttakanda í nautahlaupinu varð ekki um sel þegar á hólminn var komið og hætti við í miðju kafi í gær, en boli lét ekki segjast og elti hann inn á áhorfendasvæðið á nautaatsvellinum við litla hrifningu áhorfenda. Þrettán manns hafa beðið bana í árlegum nautahlaupum í Pamplona síðan árið 1924, en fjölmargir slasast. MYND/AP Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926. Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926.
Erlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira