Tiger Woods olli miklum vonbrigðum 19. júní 2006 12:00 Ferrie Spilar vel núna. Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn. Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn.
Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira