Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað 29. mars 2006 00:01 Oasis í Smáralind. Hagar hafa keypt tíu tískuverslanir í Kringlunni og Smáralind á skömmum tíma. Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. Við höfum náð frábærum árangri á Íslandi og er það Ingibjörgu mest að þakka, segir Jón Arnar og kímir. Oasis-verslunin í Kringlunni hefur oft verið notuð sem sýnidæmi fyrir þær verslanir sem hafa verið að koma inn frá öðrum löndum og hefur í gegnum tíðina verið söluhæsta verslun Oasis fyrir utan Bretland. Jón Arnar segir að þau muni nú einblína á danska markaðinn en þau reka fjórar Oasis-verslanir, meðal annars í Magasin du Nord, og undirbúa opnun fimmtu verslunarinnar í Illum. Hann segir að Oasis hafi fengar góðar viðtökur í Danmörku og standi merkið dönskum samkeppnisaðilum fyllilega á sporði. Samkvæmt heimildum var velta þessara fimm verslana, sem Hagar festu kaup á, rétt um þrjú hundruð milljónir króna á síðasta ári og varð góður hagnaður af starfseminni. Hagar hafa sett stefnuna á minni sérvöruverslanir að undanförnu eftir að hafa haldið að sér höndum um nokkurt skeið og eingöngu einblínt á þær stóru sérvöruverslanir sem félagið rekur eins og Debenhams og Zara. Í framhaldi af því að við seldum Skeljung höfum við sett stefnuna á smásölumarkaðinn, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hagar keyptu fyrir nokkrum vikum fimm verslanir í Kringlunni um svipað leyti og félagið seldi Skeljung. Þetta voru tískuverslanirnar Karen Millen, Whistles, Shoe Studio, Warehouse og All Saints. Finnur segir að Hagar muni opna nýja verslun í Smáralind í næsta mánuði undir merkjum bresku verslunarkeðjunnar Evans, sem selur kvenföt fyrir eldri konur. Nær öll þessi tískumerki eiga það sammerkt að vera annað hvort í eigu Mosaic Fashions eða Shoe Studio Group, sem eru að hluta til í eigu Baugs Group, stærsta hluthafans í Högum. Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. Við höfum náð frábærum árangri á Íslandi og er það Ingibjörgu mest að þakka, segir Jón Arnar og kímir. Oasis-verslunin í Kringlunni hefur oft verið notuð sem sýnidæmi fyrir þær verslanir sem hafa verið að koma inn frá öðrum löndum og hefur í gegnum tíðina verið söluhæsta verslun Oasis fyrir utan Bretland. Jón Arnar segir að þau muni nú einblína á danska markaðinn en þau reka fjórar Oasis-verslanir, meðal annars í Magasin du Nord, og undirbúa opnun fimmtu verslunarinnar í Illum. Hann segir að Oasis hafi fengar góðar viðtökur í Danmörku og standi merkið dönskum samkeppnisaðilum fyllilega á sporði. Samkvæmt heimildum var velta þessara fimm verslana, sem Hagar festu kaup á, rétt um þrjú hundruð milljónir króna á síðasta ári og varð góður hagnaður af starfseminni. Hagar hafa sett stefnuna á minni sérvöruverslanir að undanförnu eftir að hafa haldið að sér höndum um nokkurt skeið og eingöngu einblínt á þær stóru sérvöruverslanir sem félagið rekur eins og Debenhams og Zara. Í framhaldi af því að við seldum Skeljung höfum við sett stefnuna á smásölumarkaðinn, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hagar keyptu fyrir nokkrum vikum fimm verslanir í Kringlunni um svipað leyti og félagið seldi Skeljung. Þetta voru tískuverslanirnar Karen Millen, Whistles, Shoe Studio, Warehouse og All Saints. Finnur segir að Hagar muni opna nýja verslun í Smáralind í næsta mánuði undir merkjum bresku verslunarkeðjunnar Evans, sem selur kvenföt fyrir eldri konur. Nær öll þessi tískumerki eiga það sammerkt að vera annað hvort í eigu Mosaic Fashions eða Shoe Studio Group, sem eru að hluta til í eigu Baugs Group, stærsta hluthafans í Högum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira