Ósammála um hækkunarþörf 29. mars 2006 00:01 Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu. Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira