Mikilvægi Bandaríkjanna 28. mars 2006 00:01 Það er ótrúlegt til þess að hugsa hversu mjög vinsældum og virðingu Bandaríkjanna hefur hnignað á örfáum árum í samfélagi þjóðanna. Við upphaf síðasta áratugar, eftir fall járntjaldsins, stóðu Bandaríkjamenn uppi sem sigurvegarar í hugmyndafræðilegri baráttu milli austurs og vesturs og virtust reiðubúnir að taka að sér hlutverk réttsýnnar alheimslögreglu; boðberar lýðræðis og frelsis. Og þeir fóru sannfærandi af stað í þessu hlutverki, sem má segja að þjóðir heims hafi ekki síður falið þeim en þeir sóst eftir. Bandaríkjamenn leiddu bandalagið sem kom herjum Saddams frá Kúvæt í aðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu blessun sína yfir og þeir skárust í leikinn á Balkanskaga þegar fullreynt var að þjóðir Evrópu gætu stöðvað hörmungarnar þar. Innan við áratug frá því að Bandaríkjamenn komu böndum á Milosevic og böðla hans er hins vegar sú skoðun sívaxandi á heimsvísu að ágeng utanríkisstefna Bandaríkjanna sé mesta ógnin við heimsfriðinn. Hvað gerðist? Innrás Bandaríkjanna í Írak er meginorsökin fyrir þessu breytta viðhorf. Þrátt fyrir að ríkisstjórnir fjölmargra Evrópulanda hafi lýst yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak hefur meirihluti almennings Evrópu alla tíð verið andsnúinn hernaðinum. Sú andstaða hefur aðeins aukist þau þrjú ár sem eru nú liðin frá innrásinni enda ljóst að hernám Íraks er fullkomlega misheppnað. Landið riðar á barmi borgarastyrjaldar og tilvera hins almenna Íraka er mun verri en á stjórnardögum Saddams. Óvild í garð Bandaríkjanna er áberandi víða um Evrópu og auðvelt er að sjá ýmis merki um hana hér á landi. Væntanlegur viðskilnaður Varnarliðins verður örugglega olía á þann eld. Full ástæða er hins vegar til að sporna við þessum tilhneigingum og í því sambandi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á ríkisstjórn George W. Bush annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Bandaríkjamenn sjálfir eru langt í frá sáttir við störf forseta síns. Í nýlegri skoðanakönnun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar náði Bush þeim vafasama áfanga að verða fyrstur bandarískra forseta, frá því sjónvarpsstöðin hóf skoðanakannanir sínar, til þess að fá þá umsögn að meira en helmingur aðspurða taldi honum standa á sama um fólkið í landinu. Þegar spurt var um ánægju með störf hans almennt voru aðeins 37 prósent aðspurðra sátt við þau. Eins og aðrar Evrópuþjóðir þurfum við Íslendingar að gæta þess að andúð á stjórnarháttum ríkisstjórnar George W. Bush færist ekki yfir á land hans og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Það er ótrúlegt til þess að hugsa hversu mjög vinsældum og virðingu Bandaríkjanna hefur hnignað á örfáum árum í samfélagi þjóðanna. Við upphaf síðasta áratugar, eftir fall járntjaldsins, stóðu Bandaríkjamenn uppi sem sigurvegarar í hugmyndafræðilegri baráttu milli austurs og vesturs og virtust reiðubúnir að taka að sér hlutverk réttsýnnar alheimslögreglu; boðberar lýðræðis og frelsis. Og þeir fóru sannfærandi af stað í þessu hlutverki, sem má segja að þjóðir heims hafi ekki síður falið þeim en þeir sóst eftir. Bandaríkjamenn leiddu bandalagið sem kom herjum Saddams frá Kúvæt í aðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu blessun sína yfir og þeir skárust í leikinn á Balkanskaga þegar fullreynt var að þjóðir Evrópu gætu stöðvað hörmungarnar þar. Innan við áratug frá því að Bandaríkjamenn komu böndum á Milosevic og böðla hans er hins vegar sú skoðun sívaxandi á heimsvísu að ágeng utanríkisstefna Bandaríkjanna sé mesta ógnin við heimsfriðinn. Hvað gerðist? Innrás Bandaríkjanna í Írak er meginorsökin fyrir þessu breytta viðhorf. Þrátt fyrir að ríkisstjórnir fjölmargra Evrópulanda hafi lýst yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak hefur meirihluti almennings Evrópu alla tíð verið andsnúinn hernaðinum. Sú andstaða hefur aðeins aukist þau þrjú ár sem eru nú liðin frá innrásinni enda ljóst að hernám Íraks er fullkomlega misheppnað. Landið riðar á barmi borgarastyrjaldar og tilvera hins almenna Íraka er mun verri en á stjórnardögum Saddams. Óvild í garð Bandaríkjanna er áberandi víða um Evrópu og auðvelt er að sjá ýmis merki um hana hér á landi. Væntanlegur viðskilnaður Varnarliðins verður örugglega olía á þann eld. Full ástæða er hins vegar til að sporna við þessum tilhneigingum og í því sambandi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á ríkisstjórn George W. Bush annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Bandaríkjamenn sjálfir eru langt í frá sáttir við störf forseta síns. Í nýlegri skoðanakönnun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar náði Bush þeim vafasama áfanga að verða fyrstur bandarískra forseta, frá því sjónvarpsstöðin hóf skoðanakannanir sínar, til þess að fá þá umsögn að meira en helmingur aðspurða taldi honum standa á sama um fólkið í landinu. Þegar spurt var um ánægju með störf hans almennt voru aðeins 37 prósent aðspurðra sátt við þau. Eins og aðrar Evrópuþjóðir þurfum við Íslendingar að gæta þess að andúð á stjórnarháttum ríkisstjórnar George W. Bush færist ekki yfir á land hans og þjóð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun