Óánægja með söluferli EJS Group 22. mars 2006 00:01 Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg í Reykjavík. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS snemma í síðasta mánuði, en kaupin gengu svo í gegn um miðjan þennan mánuð að lokinni áreiðanleikakönnun. MYND/Anton Brink Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð. Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira