Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka 16. mars 2006 00:01 Á ársfundi fjármálaeftirlitsins í fyrra. Lengst til vinstri má sjá Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, hugsi yfir upplýsingum sem fram komu á ársfundi Fjármálaeftirlitsins um miðjan nóvember síðastliðinn. MYND/Valli Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis. Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis.
Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira