Ari Edwald verður forstjóri 365 30. desember 2005 10:47 Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira