Þjófar og þjófsnautar 14. desember 2005 21:38 Ef einhver stelur frá mér er hann þjófur. Ef einhver tekur við einhverju sem er stolið frá mér er hann þjófsnautur. Eigur mínar njóta verndar. Þetta er grundvallaratriði. Þess vegna held ég að Hæstiréttur hljóti að dæma öðruvísi í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur en Héraðsdómur. Tjáningarfrelsið þvælist vissulega þarna fyrir, en í meginatriðum getur það ekki verið sett skör ofar eignarréttinum. Ef gögn eru tekin ófrjálsri hendi í því skyni að upplýsa glæpsamlegt athæfi getur hugsanlega gegnt öðru máli. En í tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur verður ekki séð að sé neitt að finna sem getur talist glæpur – þarna eru kannski skrítnar hugmyndir um þjóðfélagið – en slíkt varðar ekki við lög. Hví er ekki rannsakað hvar Fréttablaðið fékk þessi gögn? Ég hef unnið lengi sem blaðamaður, en get með engu móti skrifað undir að við í þessari stétt séum svo mikilvæg að við séum með einhverjum hætti hafin yfir lög. Það er bara bábilja – í versta falli skálkaskjól. --- --- --- Ef allir þeir sem heimta nú afsögn Árna Magnússonar, tala um glöp og valdníðslu, hefðu mótmælt brottrekstri Valgerðar Bjarnadóttur á sínum tíma horfði málið dálítið öðruvísi við. Mig er kannski að misminna, en mig rekur varla minni til að neinn hafi talað máli hinnar bottreknu jafnréttisstýru. Því virkar þessi umræða dálítið hræsnisfull, en kannski er ekki von á öðru frá stjórnarandstöðu sem hrekst um og finnur ekki neitt sem getur orðið henni að vopni. --- --- --- Alveg er ég sammála femínistunum sem deila á fegurðarsamkeppnir. Mér finnst þær lágkúrulegar, asnalegar, leiðinlegar. Þegar ég var að alast upp var litið niður á fegurðarsamkeppnir - konur sem tóku þátt í þeim þóttu ekki á vetur setjandi. Fegurðardís ein sem var í mínum bekk vann einhvern slíkan titil; ég held að hann hafi verið henni til tómrar óhamingju innan um gáfnasnobbin í MR. Ég gat fyrst litið hana réttu auga þegar ég hitti hana í Melabúðinni tuttugu árum síðar. Svo komust fegurðarsamkeppnir aftur í tísku um tíma, en ég held að þær séu það ekki lengur. Þessi samkoma í Kína þar sem Unnur Birna vann titilinn um kvöldið virkaði vægast sagt sjoppuleg. Eða veit einhver lesandi hver var Ungfrú Heimur í fyrra eða hittifyrra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Ef einhver stelur frá mér er hann þjófur. Ef einhver tekur við einhverju sem er stolið frá mér er hann þjófsnautur. Eigur mínar njóta verndar. Þetta er grundvallaratriði. Þess vegna held ég að Hæstiréttur hljóti að dæma öðruvísi í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur en Héraðsdómur. Tjáningarfrelsið þvælist vissulega þarna fyrir, en í meginatriðum getur það ekki verið sett skör ofar eignarréttinum. Ef gögn eru tekin ófrjálsri hendi í því skyni að upplýsa glæpsamlegt athæfi getur hugsanlega gegnt öðru máli. En í tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur verður ekki séð að sé neitt að finna sem getur talist glæpur – þarna eru kannski skrítnar hugmyndir um þjóðfélagið – en slíkt varðar ekki við lög. Hví er ekki rannsakað hvar Fréttablaðið fékk þessi gögn? Ég hef unnið lengi sem blaðamaður, en get með engu móti skrifað undir að við í þessari stétt séum svo mikilvæg að við séum með einhverjum hætti hafin yfir lög. Það er bara bábilja – í versta falli skálkaskjól. --- --- --- Ef allir þeir sem heimta nú afsögn Árna Magnússonar, tala um glöp og valdníðslu, hefðu mótmælt brottrekstri Valgerðar Bjarnadóttur á sínum tíma horfði málið dálítið öðruvísi við. Mig er kannski að misminna, en mig rekur varla minni til að neinn hafi talað máli hinnar bottreknu jafnréttisstýru. Því virkar þessi umræða dálítið hræsnisfull, en kannski er ekki von á öðru frá stjórnarandstöðu sem hrekst um og finnur ekki neitt sem getur orðið henni að vopni. --- --- --- Alveg er ég sammála femínistunum sem deila á fegurðarsamkeppnir. Mér finnst þær lágkúrulegar, asnalegar, leiðinlegar. Þegar ég var að alast upp var litið niður á fegurðarsamkeppnir - konur sem tóku þátt í þeim þóttu ekki á vetur setjandi. Fegurðardís ein sem var í mínum bekk vann einhvern slíkan titil; ég held að hann hafi verið henni til tómrar óhamingju innan um gáfnasnobbin í MR. Ég gat fyrst litið hana réttu auga þegar ég hitti hana í Melabúðinni tuttugu árum síðar. Svo komust fegurðarsamkeppnir aftur í tísku um tíma, en ég held að þær séu það ekki lengur. Þessi samkoma í Kína þar sem Unnur Birna vann titilinn um kvöldið virkaði vægast sagt sjoppuleg. Eða veit einhver lesandi hver var Ungfrú Heimur í fyrra eða hittifyrra?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun