Frítt niðurhal á Vísi 21. nóvember 2005 13:42 Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira