Vín, tóbak og hræsni 20. nóvember 2005 19:12 Þegar ég var að byrja að skemmta mér fyrir, hvað - mjög löngu - voru skemmtistaðir opnir til klukkan eitt á föstudögum og tvö á laugardögum. Það var regla að allir yrðu að vera komnir inn á staðina klukkan hálf tólf - annars mátti ekki hleypa þeim inn. Það var bannað að veita áfengi á miðvikudögum, þá skyldu menn láta renna af sér. Það þarf ekki að taka fram að bjór var ekki á boðstólum. Það tíðkaðist að veita léttvín nema með mat. Slíkir matsölustaðir voru yfirleitt ekki nema á hótelum - þannig drakk fólk ekki léttvín nema þar sem var hægt að sofa yfir nóttina. --- --- --- Á áfenginu hvíldi bannhelgi. Íslendingar höfðu neyðst til að aflétta vínbanni, en bara vegna þess að Spánverjar og Portúgalir neyddu okkur til þess. Vildu ekki kaupa saltfisk annars. Þegar vín var fyrst leyft aftur var öllu glundrinu hellt í eina flösku og kallað Púrtari. Meirihluti stjórnmálamanna gekkst upp í bindindismennsku - að minnsta kosti opinberlega. Vín var selt í ljótum, fráhrindandi flöskum, því var pakkað inn í brúna bréfpoka. Menn pukruðust með vín. Áfengisverslanirnar voru eins og vanhelgir staðir, vörunni var ekki stillt upp, fúlir karlar í löggulegum einkennisskyrtum réttu hana ólundarlega yfir borð. Það mynduðust langar biðraðir á föstudögum - allt var gert til að takmarka aðgengið. Búðunum var skellt í lás klukkan sex, á nefið á kúnnunum. Eitt hefur svosem ekki breyst - áfengisverðið. Hugsunin bak við það er enn að draga úr neyslunni. En annað flest annað hefur tekið breytingum. --- --- --- Vínbúðir eru þægilegir staðir að koma í, starfsmennirnir eru skapgóðir, leiðbeina fólki um val á drykkjum. ÁTVR er jafnvel farið að auglýsa, opnunartímar hafa verið sveigðir að þörfum viðskiptavinanna. Það gæti verið stutt í að áfengissala verði gefin frjáls. Kannski er það eina sem stendur í veginum að sumir óttast að Baugur taki þá yfir áfengissöluna í landinu. Á sama tíma og farið er að þrengja að þeim sem hætta lífi sínu með tóbaksreykingum eða ofneyslu matar. Reykingamenn og ofætur uppskera fyrirlitningu, meðan áfengisnotendur eru eins og fínir menn, drekka eðalvín af sérlistum, geta valið úr ótal tegundum af bjór og gosi með áfengi út í, skrifa í blöð um áhugamál sín. Vín er auglýst leynt og ljóst - vín- og bjórsmökkun er staðlað dagskrárefni í magasínþáttum sjónvarpsstöðva. Ekki sæi maður neinn svæla sig í gegnum mismunandi sortir af sígarettum í sjónvarpinu. Sígarettusmökkun er ekki í tísku. Ég held reyndar að sé bannað að nefna tóbak í fjölmiðlum – hvað þá reykja framan í sjónvarpsáhorfendur. --- --- --- Útkoman úr neyslutísku síðustu ára er dálítið einkennileg - að maður segi ekki hræsnisfull. Rétthugsunin í samfélaginu hefur eytt kröftunum í tóbaksvá - og nú offitu - en áfengið hefur mestanpart verið látið í friði. Það er stutt í að reykingar verði að miklu leyti bannaðar alls staðar - það virðast ekki einu sinni ætla að verða deilur um það að reykingar verði bannaðar á veitingahúsum eftir innan við tvö ár - , en tæplega er að vænta neinna aðgerða gegn áfengisdrykkju. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um áfengisbölið. Brennivínið hefur í för með sér ótal eyðilögð líf, hjónaskilnaði, sjúkdóma, sorg og dauða. Það á þátt í meira en helmingi allra ofbeldisglæpa. --- --- --- Ég bý í miðbænum. Í næstu götum gengur fólk um öskrandi á nóttinni. Ég er sem betur fer í skjóli við það. Ég er heldur ekkert að prédíka um að öllu verði lokað aftur. Vinur minn sem býr nær sollinum segir að margir séu gjörsamlega vitstola þegar líður að morgni. Strætin eru eins og yfirgefinn vígvöllur á morgnana. Margir keyra sig áfram á fíkniefnum til að geta þraukað fram á morgun. Það er allavega víst að drykkjusiðirnir hafa ekkert breyst þrátt fyrir allt snobbið og frjálsræðisvæðinguna. Drykkjan er ennþá með þessu þunglyndislega norræna sniði og það breytist sjálfsagt aldrei. --- --- --- Þetta er að uppistöðu pistill sem ég flutti í Íslandi í dag á föstudaginn. Var svo í viðtali við breska sjónvarpsmenn frá ITV um þetta efni fyrr í dag, þeir voru að skoða vínmenninguna og skemmtanalífið á Íslandi í tilefni af því að afgreiðslutími vínveitingahúsa í Bretlandi verður rýmkaður til muna eftir fáa daga. Áðan sá ég svo frétt sem staðfestir nákvæmlega það sem ég er að segja – fyrirsögnin þar er Mikil stemming á vínsýningu í Smáralind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Þegar ég var að byrja að skemmta mér fyrir, hvað - mjög löngu - voru skemmtistaðir opnir til klukkan eitt á föstudögum og tvö á laugardögum. Það var regla að allir yrðu að vera komnir inn á staðina klukkan hálf tólf - annars mátti ekki hleypa þeim inn. Það var bannað að veita áfengi á miðvikudögum, þá skyldu menn láta renna af sér. Það þarf ekki að taka fram að bjór var ekki á boðstólum. Það tíðkaðist að veita léttvín nema með mat. Slíkir matsölustaðir voru yfirleitt ekki nema á hótelum - þannig drakk fólk ekki léttvín nema þar sem var hægt að sofa yfir nóttina. --- --- --- Á áfenginu hvíldi bannhelgi. Íslendingar höfðu neyðst til að aflétta vínbanni, en bara vegna þess að Spánverjar og Portúgalir neyddu okkur til þess. Vildu ekki kaupa saltfisk annars. Þegar vín var fyrst leyft aftur var öllu glundrinu hellt í eina flösku og kallað Púrtari. Meirihluti stjórnmálamanna gekkst upp í bindindismennsku - að minnsta kosti opinberlega. Vín var selt í ljótum, fráhrindandi flöskum, því var pakkað inn í brúna bréfpoka. Menn pukruðust með vín. Áfengisverslanirnar voru eins og vanhelgir staðir, vörunni var ekki stillt upp, fúlir karlar í löggulegum einkennisskyrtum réttu hana ólundarlega yfir borð. Það mynduðust langar biðraðir á föstudögum - allt var gert til að takmarka aðgengið. Búðunum var skellt í lás klukkan sex, á nefið á kúnnunum. Eitt hefur svosem ekki breyst - áfengisverðið. Hugsunin bak við það er enn að draga úr neyslunni. En annað flest annað hefur tekið breytingum. --- --- --- Vínbúðir eru þægilegir staðir að koma í, starfsmennirnir eru skapgóðir, leiðbeina fólki um val á drykkjum. ÁTVR er jafnvel farið að auglýsa, opnunartímar hafa verið sveigðir að þörfum viðskiptavinanna. Það gæti verið stutt í að áfengissala verði gefin frjáls. Kannski er það eina sem stendur í veginum að sumir óttast að Baugur taki þá yfir áfengissöluna í landinu. Á sama tíma og farið er að þrengja að þeim sem hætta lífi sínu með tóbaksreykingum eða ofneyslu matar. Reykingamenn og ofætur uppskera fyrirlitningu, meðan áfengisnotendur eru eins og fínir menn, drekka eðalvín af sérlistum, geta valið úr ótal tegundum af bjór og gosi með áfengi út í, skrifa í blöð um áhugamál sín. Vín er auglýst leynt og ljóst - vín- og bjórsmökkun er staðlað dagskrárefni í magasínþáttum sjónvarpsstöðva. Ekki sæi maður neinn svæla sig í gegnum mismunandi sortir af sígarettum í sjónvarpinu. Sígarettusmökkun er ekki í tísku. Ég held reyndar að sé bannað að nefna tóbak í fjölmiðlum – hvað þá reykja framan í sjónvarpsáhorfendur. --- --- --- Útkoman úr neyslutísku síðustu ára er dálítið einkennileg - að maður segi ekki hræsnisfull. Rétthugsunin í samfélaginu hefur eytt kröftunum í tóbaksvá - og nú offitu - en áfengið hefur mestanpart verið látið í friði. Það er stutt í að reykingar verði að miklu leyti bannaðar alls staðar - það virðast ekki einu sinni ætla að verða deilur um það að reykingar verði bannaðar á veitingahúsum eftir innan við tvö ár - , en tæplega er að vænta neinna aðgerða gegn áfengisdrykkju. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um áfengisbölið. Brennivínið hefur í för með sér ótal eyðilögð líf, hjónaskilnaði, sjúkdóma, sorg og dauða. Það á þátt í meira en helmingi allra ofbeldisglæpa. --- --- --- Ég bý í miðbænum. Í næstu götum gengur fólk um öskrandi á nóttinni. Ég er sem betur fer í skjóli við það. Ég er heldur ekkert að prédíka um að öllu verði lokað aftur. Vinur minn sem býr nær sollinum segir að margir séu gjörsamlega vitstola þegar líður að morgni. Strætin eru eins og yfirgefinn vígvöllur á morgnana. Margir keyra sig áfram á fíkniefnum til að geta þraukað fram á morgun. Það er allavega víst að drykkjusiðirnir hafa ekkert breyst þrátt fyrir allt snobbið og frjálsræðisvæðinguna. Drykkjan er ennþá með þessu þunglyndislega norræna sniði og það breytist sjálfsagt aldrei. --- --- --- Þetta er að uppistöðu pistill sem ég flutti í Íslandi í dag á föstudaginn. Var svo í viðtali við breska sjónvarpsmenn frá ITV um þetta efni fyrr í dag, þeir voru að skoða vínmenninguna og skemmtanalífið á Íslandi í tilefni af því að afgreiðslutími vínveitingahúsa í Bretlandi verður rýmkaður til muna eftir fáa daga. Áðan sá ég svo frétt sem staðfestir nákvæmlega það sem ég er að segja – fyrirsögnin þar er Mikil stemming á vínsýningu í Smáralind.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun