Sinnaskipti 12. nóvember 2005 22:24 Í Biblíunni er sagt frá Sál sem tók sinnaskiptum á veginum til Damaskus. Hann sá ljós á himni, heyrði rödd og skipti alveg um skoðun. Raunar fylgir sögunni að þetta hafi tekið svo á að hann var sjónlaus í nokkra daga og át hvorki né drakk. --- --- --- Í fyrrasumar var ég í sjónvarpsþætti, ekki þó mínum eigin, að rífast við borgarfulltrúa um nýju Hringbautina. Ég hef sjaldan lent í annarri eins rimmu: ég sagði að þetta væri óðs manns æði, borgarfulltrúinn taldi þetta mesta framfaramál. Nú ber svo við að borgarfulltrúinn hefur alveg skipt um skoðun – og það hafa fleiri félagar hans líka gert. Opinberlega. Það er svo komið að helst enginn vill kannast við að hafa viljað þessa framkvæmd eða bera ábyrgð á henni. Menn kasta syndunum á bak við sig, eins og Sál sem reyndar hét Páll eftir sinnaskiptin, nefndur postuli. --- --- --- Þarna er allt í einu komin tvöföld þriggja hraðgreina akbraut, miklu stærri en mann óraði nokkurn tíma fyrir. Hún er samt eitthvað óþægileg, ég veit um fullt af fólki sem keyrir yfir Skólavörðuholtið eða meðfram sjónum til að þurfa ekki að fara þarna um. Og það er ekki bara út af ljótleikanum. Maður tekur vitlausa beygju og endar á allt öðrum stað en maður ætlaði. Við báða endana taka svo við miklu þrengri götur sem virka eins og tappar á umferðina. Samkvæmt andanum sem ríkir hér í skipulagsmálum þyrfti eiginlega að setja upp önnur mislæg gatnamót við gamla kirkjugarðinn – ókei, nokkur leiði fengju kannski að fjúka og styttan af Útlaganum stæði líklega á umferðareyju. Svo þyrfti líka mislæg gatnamót við Lönguhlíð – í því tilviki þyrfti kannski að rífa nokkrar blokkir. Allt lítur þetta út eins og hér hafi verið á ferðinni verkfræðingur í geðveikiskasti. --- --- --- En sé sjálf akbrautin óskiljanleg, þá eru göngubrýrnar yfir Hringbrautina hreinasta ráðgáta. Hvert liggja þær? Hver á nota þær? Hver er merking þeirra? Verður öll Vatnsmýrin kannski skipulögð út frá þessum brúm? Enn sem komið er verður ekki séð að þær tengist neinu. Það er dálítið dapurt að þetta skuli verða kannski ekki eini, en örugglega áþreifanlegasti minnisvarðinn um stjórn R-listans, svona rétt eins og Perlan er minnismerki um stjórn Davíðs í borginni. (Ég skýt því hér inn að ég hef aldrei almennilega náð að tengja við Perluna, þar er útsýni, smurbrauð og ágætur ís, en innan í húsinu er gapandi sálarlaust tómarúm sem ekki er með nokkru móti hægt að fylla.) --- --- --- Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að Hringbrautin eigi rót sína í pólitískum hrossakaupum sem enginn skilur almennilega. Það er nánast eins og gatan hafi lagt sjálfa sig. Kannski þarf að skipa opinbera rannsóknarnefnd. En þótt menn skipti um skoðun, þá hætta þeir ekki að vera ábyrgir fyrir verkum sínum. Það var nóg af fólki sem varaði við þessu. Núna er þetta eins og kennslubókardæmi um vondar ákvarðanir og hvernig á ekki að byggja borgir. --- --- --- Það vantar eiginlega bara eitt - nógu stóra bensínstöð, því varla er hægt að keyra svona hraðbraut nema að taka bensín. En hafið ekki áhyggjur - hún kemur örugglega... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Í Biblíunni er sagt frá Sál sem tók sinnaskiptum á veginum til Damaskus. Hann sá ljós á himni, heyrði rödd og skipti alveg um skoðun. Raunar fylgir sögunni að þetta hafi tekið svo á að hann var sjónlaus í nokkra daga og át hvorki né drakk. --- --- --- Í fyrrasumar var ég í sjónvarpsþætti, ekki þó mínum eigin, að rífast við borgarfulltrúa um nýju Hringbautina. Ég hef sjaldan lent í annarri eins rimmu: ég sagði að þetta væri óðs manns æði, borgarfulltrúinn taldi þetta mesta framfaramál. Nú ber svo við að borgarfulltrúinn hefur alveg skipt um skoðun – og það hafa fleiri félagar hans líka gert. Opinberlega. Það er svo komið að helst enginn vill kannast við að hafa viljað þessa framkvæmd eða bera ábyrgð á henni. Menn kasta syndunum á bak við sig, eins og Sál sem reyndar hét Páll eftir sinnaskiptin, nefndur postuli. --- --- --- Þarna er allt í einu komin tvöföld þriggja hraðgreina akbraut, miklu stærri en mann óraði nokkurn tíma fyrir. Hún er samt eitthvað óþægileg, ég veit um fullt af fólki sem keyrir yfir Skólavörðuholtið eða meðfram sjónum til að þurfa ekki að fara þarna um. Og það er ekki bara út af ljótleikanum. Maður tekur vitlausa beygju og endar á allt öðrum stað en maður ætlaði. Við báða endana taka svo við miklu þrengri götur sem virka eins og tappar á umferðina. Samkvæmt andanum sem ríkir hér í skipulagsmálum þyrfti eiginlega að setja upp önnur mislæg gatnamót við gamla kirkjugarðinn – ókei, nokkur leiði fengju kannski að fjúka og styttan af Útlaganum stæði líklega á umferðareyju. Svo þyrfti líka mislæg gatnamót við Lönguhlíð – í því tilviki þyrfti kannski að rífa nokkrar blokkir. Allt lítur þetta út eins og hér hafi verið á ferðinni verkfræðingur í geðveikiskasti. --- --- --- En sé sjálf akbrautin óskiljanleg, þá eru göngubrýrnar yfir Hringbrautina hreinasta ráðgáta. Hvert liggja þær? Hver á nota þær? Hver er merking þeirra? Verður öll Vatnsmýrin kannski skipulögð út frá þessum brúm? Enn sem komið er verður ekki séð að þær tengist neinu. Það er dálítið dapurt að þetta skuli verða kannski ekki eini, en örugglega áþreifanlegasti minnisvarðinn um stjórn R-listans, svona rétt eins og Perlan er minnismerki um stjórn Davíðs í borginni. (Ég skýt því hér inn að ég hef aldrei almennilega náð að tengja við Perluna, þar er útsýni, smurbrauð og ágætur ís, en innan í húsinu er gapandi sálarlaust tómarúm sem ekki er með nokkru móti hægt að fylla.) --- --- --- Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að Hringbrautin eigi rót sína í pólitískum hrossakaupum sem enginn skilur almennilega. Það er nánast eins og gatan hafi lagt sjálfa sig. Kannski þarf að skipa opinbera rannsóknarnefnd. En þótt menn skipti um skoðun, þá hætta þeir ekki að vera ábyrgir fyrir verkum sínum. Það var nóg af fólki sem varaði við þessu. Núna er þetta eins og kennslubókardæmi um vondar ákvarðanir og hvernig á ekki að byggja borgir. --- --- --- Það vantar eiginlega bara eitt - nógu stóra bensínstöð, því varla er hægt að keyra svona hraðbraut nema að taka bensín. En hafið ekki áhyggjur - hún kemur örugglega...
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun