Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur 3. nóvember 2005 15:30 LeBron James fer vel af stað með Cleveland og fór hamförum í fyrrihálfleik í nótt, þar sem hann skoraði 24 stig. NordicPhotos/GettyImages Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira