Mourinho hrósað fyrir Eið Smára 16. október 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira