Gunnar Heiðar meiddur 4. október 2005 00:01 Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira