Sony reiðir Vatíkanið 3. október 2005 00:01 Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert. Ný auglýsing sem var gerð til að fagna 10 ára afmæli Playstation tölvunnar víðfrægu hefur valdið miklum usla í Ítalíu og Vatíkanið hefur opinberlega fordæmt þessa auglýsingu. Sony hefur núna tekið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar. Auglýsingin sem um ræðir birtist í fjölmörgum tímaritum og dagblöðum í Ítalíu. Á henni er mynd af ungum manni með sauðslegt bros og þyrnikórónu á hausnum, þar sem þyrnarnir mynda form kassa, hrings, þríhyrnings og X, en þetta eru þau merki sem hafa skreytt console fjarstýringar Playstation tölvanna frá upphafi. Fyrir neðan myndina stendur síðan: "Dieci anni di passione" sem þýðir í raun "10 ár af ástríðu". "Nú hafa þeir einfaldlega gengið of langt" segir Antonio Sciortino, ritstjóri kaþólsks trúarrits í Ítalíu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfirmenn Sony dregið auglýsinguna úr umferð og beðist afsökunar.
Árni Pétur Leikjavélar Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið