Finnur sig vel á heimaslóðunum 25. september 2005 00:01 Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira