Þekktar raddir talsetja True Crime 17. október 2005 23:43 Activision hefur ráðið skara af þekktum leikurum til að talsetja leikinn True Crime: New York City. Christofer Walken, Laurence Fishburn, Mariska Hargitay, Mickey Rourke, Esai Morales, Traci Lords og Avery Waddell munu öll taka þátt í talsetningu leiksins og tala fyrir helstu lykil persónur. Markmiðið er að hækka gæðastaðal leiksins sem er gerður með hjálp tveggja lögreglumanna frá New York og var hlutverk þeirra að koma með raunveruleikann í leikinn. Söguflétta leiksins var skrifuð af þeim Bill Clark sem hefur unnið við sjónvarpsþættina NYPD Blue og Tom Walker sem skrifaði Ford Apache: The Bronx. Leikurinn fjallar um Marcus Reed sem er fyrrverandi klíkumeðlimur sem snýr baki við klíkunni og gerist lögreglumaður. Í leiknum þarf Marcus að eltast við morðingja kennara hans ásamt því að hreinsa hverfi Mannhattan frá Harlem til Chinatown. Leikurinn kemur út í lok Nóvember á PS2, Xbox og Gamecube. Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið
Activision hefur ráðið skara af þekktum leikurum til að talsetja leikinn True Crime: New York City. Christofer Walken, Laurence Fishburn, Mariska Hargitay, Mickey Rourke, Esai Morales, Traci Lords og Avery Waddell munu öll taka þátt í talsetningu leiksins og tala fyrir helstu lykil persónur. Markmiðið er að hækka gæðastaðal leiksins sem er gerður með hjálp tveggja lögreglumanna frá New York og var hlutverk þeirra að koma með raunveruleikann í leikinn. Söguflétta leiksins var skrifuð af þeim Bill Clark sem hefur unnið við sjónvarpsþættina NYPD Blue og Tom Walker sem skrifaði Ford Apache: The Bronx. Leikurinn fjallar um Marcus Reed sem er fyrrverandi klíkumeðlimur sem snýr baki við klíkunni og gerist lögreglumaður. Í leiknum þarf Marcus að eltast við morðingja kennara hans ásamt því að hreinsa hverfi Mannhattan frá Harlem til Chinatown. Leikurinn kemur út í lok Nóvember á PS2, Xbox og Gamecube.
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið