Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn 15. september 2005 00:01 Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn