Bílar og stórir hlutir lækka lítið 30. ágúst 2005 00:01 Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur