Síminn seldur á tæpa 67 milljarða 29. júlí 2005 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira