Lukkudráttur hjá Haukunum 26. júlí 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. En þó svo að andstæðingurinn sé ekki sterkur er óhætt að segja að liðið sé ekki síst heppið hvað varðar ferðalagið en mörg lið frá austurhluta Evrópu voru í pottinum. Eitt slíkt drógst gegn Val í Evrópukeppni félagsliða. Þar er um að ræða lið frá höfuðborginni Tblisi í Georgíu, heimalands Rolands Eradze, landsliðsmarkvarðar og fyrrum markvarðar Vals. "Án þess að maður þekki mikið til í handboltanum í Lúxemborg má engu að síður gera ráð fyrir því að það væri varla hægt að fá auðveldari andstæðing," sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í gær. "Þetta ætti að veita okkur greiða leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar, sem er okkar markmið. Við viljum helst ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni en það var gott að við þurfum ekki að ferðast lengra fyrir þessa leiki nú." Dregið verður í riðlakeppnina í dag og kemur þá í ljós hvaða andstæðinga Haukar fá þar vinni þeir Berchem. Hjá konunum drógust Íslandsmeistarar Haukar gegn Pelplast Salerno frá Ítalíu í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða og Stjörnustúlkur mæta tyrkneska liðinu Anadolou í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Allir leikirnir verða leiknir heima og að heiman og eru fyrri leikirnir á dagskrá þriðja eða fjórða september og þeir síðari viku síðar. Það á við í öllum keppnum nema hjá kvennaliði Stjörnunnar í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir leikir fara fram í byrjun október. Íslandsmótið hefst 21. september næstkomandi. Íslenski handboltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í forkepni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. En þó svo að andstæðingurinn sé ekki sterkur er óhætt að segja að liðið sé ekki síst heppið hvað varðar ferðalagið en mörg lið frá austurhluta Evrópu voru í pottinum. Eitt slíkt drógst gegn Val í Evrópukeppni félagsliða. Þar er um að ræða lið frá höfuðborginni Tblisi í Georgíu, heimalands Rolands Eradze, landsliðsmarkvarðar og fyrrum markvarðar Vals. "Án þess að maður þekki mikið til í handboltanum í Lúxemborg má engu að síður gera ráð fyrir því að það væri varla hægt að fá auðveldari andstæðing," sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í gær. "Þetta ætti að veita okkur greiða leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar, sem er okkar markmið. Við viljum helst ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni en það var gott að við þurfum ekki að ferðast lengra fyrir þessa leiki nú." Dregið verður í riðlakeppnina í dag og kemur þá í ljós hvaða andstæðinga Haukar fá þar vinni þeir Berchem. Hjá konunum drógust Íslandsmeistarar Haukar gegn Pelplast Salerno frá Ítalíu í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða og Stjörnustúlkur mæta tyrkneska liðinu Anadolou í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Allir leikirnir verða leiknir heima og að heiman og eru fyrri leikirnir á dagskrá þriðja eða fjórða september og þeir síðari viku síðar. Það á við í öllum keppnum nema hjá kvennaliði Stjörnunnar í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir leikir fara fram í byrjun október. Íslandsmótið hefst 21. september næstkomandi.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira