Lögreglan í kappi við tímann 25. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira